Eftirlaunavitleysan ráðherranna

Sko, ég var að spöklera. Virðulegur hópur óháðra lögfræðinga voru fengnir til að gefa álit um hvort hægt væri að afnema þessa vitleysu (lesist, leita leiða til að koma í veg fyrir að lögin verði afnumin). Álit þeirra var að ekki væri hægt að taka lögin aftur því myndast hefði stjórnarskrárvarinn eignarréttur.
Venjulegum meðaljóni eins og mér finnst þetta skrítði þegar horft er til ýmisra aðgerða ríkisstjórna í geg um árin, til að mynda allskonar breytingar á bótum almannatrygginga og eflaust mætti áfram telja. Spyrja má hvort stjórnarskrárbundin réttur myndist einungis við annan enda lífeyrirssjóðanna, þe. þegar greitt er í sjóðinn, en ekki við hinn endan þegar kemur að útborgun lífeyris. Eflaust er þetta miklu flóknara en að hægt sé að afgreiða þetta í stuttri spekúlasjón en eitthvað virðist lögbundin eignaréttur, þegar kemur að fiskinum í sjónum, sveigjanlegur svo ekki sé meira sagt.

Áfram bílstjórar!

Það eru ábyggilega margir sem fagna þessu framtaki bílstjóranna þó menn verði svolítið pirraðir meðan á því stendur. Loksins einhverjir sem gera eitthvað.Ég sakna þess þó að ekki voru fleiri mál innbökuð í kröfugerð bílstjóranna. Auðvitað eru allir búnir að fá upp í kok af sofandahætti stjórnvalda. Mál eru tekin til skoðunar og síðan sett í nefnd og þegar nefndin hefur skilað niðurstöðum þarf að skoða málin aftur. Og þá eru vonandi flestir farnir að hugsa um annað og málið blessunarlega dautt- að mati stjórnvalda. Hvað um vaxtaokrið? Hvað um matarverðið? Hvað með gjafakvótan? Hvað um kjör þeirra sem minnst meiga sín? Og nú eigum við að bjarga bönkunum sem stjórnin gaf einkavinum sínum fyrir nokkrum árum! Áfram bílstjórar!
mbl.is Mestu tafir hingað til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1,2 og byrja!

Og þá er ég byrjaður að blogga. Það ætlaði ekki að ganga þrautalaust að átta sig á því hvernig maður færi að því að blogga þegar skráningu var lokið. Svo var það núna að ég rakst á eitthvað sem hét stjórnborð, og viti menn, upp lukust nýir heimar, Bloggheimar!

Ég hef hvergi rekist á einfaldar leiðbeinigar fyrir okkur sem virðumst fyrir neðan meðalgreind eða ekki með USB tengi bak við eyrað, nefnilega leiðbeiningar um það hvernig á að blogga. En björninn er unnin, hér kem ég!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband