Áfram bílstjórar!

Það eru ábyggilega margir sem fagna þessu framtaki bílstjóranna þó menn verði svolítið pirraðir meðan á því stendur. Loksins einhverjir sem gera eitthvað.Ég sakna þess þó að ekki voru fleiri mál innbökuð í kröfugerð bílstjóranna. Auðvitað eru allir búnir að fá upp í kok af sofandahætti stjórnvalda. Mál eru tekin til skoðunar og síðan sett í nefnd og þegar nefndin hefur skilað niðurstöðum þarf að skoða málin aftur. Og þá eru vonandi flestir farnir að hugsa um annað og málið blessunarlega dautt- að mati stjórnvalda. Hvað um vaxtaokrið? Hvað um matarverðið? Hvað með gjafakvótan? Hvað um kjör þeirra sem minnst meiga sín? Og nú eigum við að bjarga bönkunum sem stjórnin gaf einkavinum sínum fyrir nokkrum árum! Áfram bílstjórar!
mbl.is Mestu tafir hingað til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband