Flýtur á meðan ekki sekkur!


Öldungis er mér fyrirmunað að skilja hvernig forystumenn okkar hugsa. Nú er liðið um hálft ár síðan síga fór á ógæfuhliðina og á þeim tíma hefur helst verið fréttnæmt að ríkisstjórnin einbeitir sér að því að gera ekki neitt og forsætisráðherrann vinnur sér það helst til frægðar að agnúast út í fréttamenn fyrir að sinna starfi sínu og leita frétta!
Og nú Geir er farinn í frí. Ætli honum veiti af. Það hefur verðið erfitt hjá honum upp á síðkastið. Það gefur á þjóðarskútuna, hún lekur og er með töluverða slagsíðu. Þá er upplagt að reyna hvort stýrimaðurinn spjarar sig ekki og reddar kanski málunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband