Og hvað ef við hefðum bara látið bankana sigla sinn sjó?

Og hvað ef við hefðum bara látið bankana sigla sinn sjó? Hvernig væri staðan þá? Ég varpa þessari spurningu fram og það væri gaman ef fólk spreytti sig á því að geta í þá stóru eyðu.
Glitnir hefði sennilega ekki fengið lánið og farið á hausinn hvort sem er. Þá hefði komið til kast ríkisins að ábyrgjast innlánin en erlendir bankar hirt hræið uppí skuld. Allir starfsmennirnir hefðu trúlega misst vinnuna. Landsbankinn hefði líklega ekki heldur fengið lán og þar með rúllað líka. Allir starfsmennirnir hefðu misst vinnuna. Ríkið hefði ábyrgst sinn hluta innlánanna og Brown hirt restina í krafti hryðjuverkalaganna og kannski hefðum við sloppið fyrir horn og ekki lent í þessu Icesave stríði? Kaupþing hefði trúlega fengið lánið (sem hann fékk), Singer og Friedlander hefði sloppið og og Kaupþing væri enn starfandi. Þá værum við líklega búnir að fá afgreiðslu hjá Gjaldeyrirs sjóðnum og atvinnulífið væri ofan við frostmarkið? Eða hvað?

Þá er hinn vinkillinn að hefðu erlendir bankar skipt á milli sín eigum bankanna þá ættu þeir húsnæðið okkar, jarðir um allt land, laxveiðiár og Brown og bretar jafnvel fiskkvótann! eða hvað? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún S Hilmisdóttir

Þá hefðu allir innlánseigendur misst öll innlánin og komið hefði til Tryggingasjóður innlána.  Mér skylst að það hafi ekki verið mikil hrifning í Danmörku þegar Roskilde bank fór í gjaldþrot. 

Guðrún S Hilmisdóttir, 12.11.2008 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband