29.9.2008 | 00:33
Að blogga
Nu er hálft ár frá því að ég opnaði þessa bloggsíðu en ekki liggja eftir mig nein stórafrek á því sviði enn sem komið er. Það er helst að maður bloggi þegar eitthvað verður á vegi manns sem krefst viðbragða, en oft er maður víðs fjarri tölvunni, hefur ekki tíma eða bara gleymir því sem skrifa átti.
Ég settist niður eftir hádegið og horfði á Silfur Egils og varð þá hugsað til þess hvernig maðu breytist með árunum. Unglingarnir mínir sváfu enn á sínu græna og voru ekki líklegir til að vakna og horfa með karli föður sínum á silfrið og ég rifjaði upp með sjálfum mér líkindi þess að ég hefði á þeirra aldri nennt að horfa á pólitíkusa ræða þjóðmálin eftir hádegi á sunnudegi. En geri ég eitthvað til að vekja áhuga þeirra á landsmálunum? Ég verð að viðurkenna að svo er ekki. Það er bara þannig að því oftar sem maður horfir á svona þætti því minna finnst mér til koma. Sjálfstæðismaðurinn taldi það af og frá að bera mætti það undir þjóðina hvort sækja ætti um aðild að Evrópusambandinu þessu fólki er sjálfsagt ekki treystandi til að hugsa sjálfstætt. Framsóknarmaddaman hafði víst miklar áhyggjur af stöðu efnahagsmálamála en ræddi ekki hlut Framsóknar í þeim ógöngum sem efnahagsmálin eru nú komin í eftir langvaradi stjórnar setu þeirra. Fulltrúi Samfylkingar margnefndi stóraukinn gjaldeyrirsvarasjóð sem svar við spurningunni um hvað ríkisstjórnin væri að gera en fleira virtist ekki vera á döfinni. Fulltrúi verkalýðshreifingarinnar leiddist greinilega enbenti bara á hið augljósa, samningar lausir um áramót og hvað gerum við þá????
Skyldi einhver velta því fyrir sér núna hvað aldraðir og öryrkjar hafa mikið á milli handanna sér til framfæris í 14% verðbólgu. Haframjöl hlýtur nú að seljast sem aldrei fyrr.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.