16.5.2008 | 18:00
Eftirlaunavitleysan ráðherranna
Sko, ég var að spöklera. Virðulegur hópur óháðra lögfræðinga voru fengnir til að gefa álit um hvort hægt væri að afnema þessa vitleysu (lesist, leita leiða til að koma í veg fyrir að lögin verði afnumin). Álit þeirra var að ekki væri hægt að taka lögin aftur því myndast hefði stjórnarskrárvarinn eignarréttur.
Venjulegum meðaljóni eins og mér finnst þetta skrítði þegar horft er til ýmisra aðgerða ríkisstjórna í geg um árin, til að mynda allskonar breytingar á bótum almannatrygginga og eflaust mætti áfram telja. Spyrja má hvort stjórnarskrárbundin réttur myndist einungis við annan enda lífeyrirssjóðanna, þe. þegar greitt er í sjóðinn, en ekki við hinn endan þegar kemur að útborgun lífeyris. Eflaust er þetta miklu flóknara en að hægt sé að afgreiða þetta í stuttri spekúlasjón en eitthvað virðist lögbundin eignaréttur, þegar kemur að fiskinum í sjónum, sveigjanlegur svo ekki sé meira sagt.
Venjulegum meðaljóni eins og mér finnst þetta skrítði þegar horft er til ýmisra aðgerða ríkisstjórna í geg um árin, til að mynda allskonar breytingar á bótum almannatrygginga og eflaust mætti áfram telja. Spyrja má hvort stjórnarskrárbundin réttur myndist einungis við annan enda lífeyrirssjóðanna, þe. þegar greitt er í sjóðinn, en ekki við hinn endan þegar kemur að útborgun lífeyris. Eflaust er þetta miklu flóknara en að hægt sé að afgreiða þetta í stuttri spekúlasjón en eitthvað virðist lögbundin eignaréttur, þegar kemur að fiskinum í sjónum, sveigjanlegur svo ekki sé meira sagt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.