ALGJÖR SNILLINGUR!

Ef það verður einhverjum að þakka að íslendingar komast á lappir eftir þessar hremmingar allar, þá verður það Eva Joly.
Það bað hana engin að skrifa þessar greinar til að halda málstað íslendinga á lofti erlendis. Hún sá það hinsvegar að það var enginn annar að því og og einhenti þér því í verkið.

Ég veit ekki til þess að hún fái sérstaklega borgað fyrir það. Ef hún er ekki kandidat fyrir fálkaorðuna þá mætti alveg eins leggja orðuveitingar á íslandi niður.


mbl.is Joly: Norðmönnum ber að aðstoða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekkingaleikur eða áróðursbragð?

Ég vísa í fyrirsögninni á fyrirsögn greinar Jakobínu Ingunnar Ólafsdóttur í Mbl.  í dag, þar sem hún efast stórlega um trúverðugleika ríkisskipaðrar nefndar sem rannsaka á „ aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða“. Jakobína dregur í efa að þessi nefnd lögfræðinga sé fær um að skila fullnægjandi niðurstöðum og rökstyður það álit sitt á ýmsan hátt.

Ég ætla ekki að endursegja grein hennar, en hvet fólk til að lesa hana. En eins og Einar Már sagði á fundinum sl. laugardag, að þar sem löggjafinn var búinn að fella niður og eða breyta gjörvöllu regluverki fjármálakerfisins þá var allt meira og minna löglegt sem gert var. En var það siðferðislega rétt eða yfir höfuð skynsamlegt og eru höfuðsökudólgarnir ekki einmitt þessi stjórnvöld sem skirrast við að kannast við að hafa gert nokkuð rangt hvað þá að bera ábyrgð á nokkrum hlut?

Margt hefur nú verið sagt, margar blaðagreinar skrifaðar, bloggað hefur verið í öllum hornum, fundir haldnir og mótmæli færast í vöxt. Fréttst hefur af grasrótarsamtökum sem undirbúa ný framboð og líkur standa til þess að í þetta skiptið sé landanum nóg boðið og menn séu ekki tilbúnir að láta valta yfir sig mótþróalaust. Því leyfi ég mér að stinga uppá að við grasrótin leitum til valinkunnra manna sem búa yfir sérþekkingu, reynslu og færni að rannsaka skipulega uppá eigin spýtur allt þetta ferli. Þessi hópur starfi algjörlega óháður stjórnvöldum, stofnunum, flokkum og heyri einungis undir þjóðina beint, td. með pallborðsfundum sbr. borgarafundinn í Háskólabíói. Alþýða manna yrði hvött til að vitna um reynslu sína bæði opinberlega eða leynilega skv. verklagsreglum sem settar yrðu þar um. Amen


Kvótinn úr landi á endanum?

Sá einhverstaðar í blaði að erlendir bankar(væntanlega lánadrottnar) muni væntanlega eignast hluti í íslensku bönkunum. Verður það ekki fyrsta skrefið í þá átt að útlendingar komi höndum yfir kvótann?

Íslensk útgerðarfyrirtæki eru gríðarlega skuldsett og hvað gerist ef banki sem er í eigu útlendinga leysir til sín veð í óveiddum aflaheimildum? 


Og hvað ef við hefðum bara látið bankana sigla sinn sjó?

Og hvað ef við hefðum bara látið bankana sigla sinn sjó? Hvernig væri staðan þá? Ég varpa þessari spurningu fram og það væri gaman ef fólk spreytti sig á því að geta í þá stóru eyðu.
Glitnir hefði sennilega ekki fengið lánið og farið á hausinn hvort sem er. Þá hefði komið til kast ríkisins að ábyrgjast innlánin en erlendir bankar hirt hræið uppí skuld. Allir starfsmennirnir hefðu trúlega misst vinnuna. Landsbankinn hefði líklega ekki heldur fengið lán og þar með rúllað líka. Allir starfsmennirnir hefðu misst vinnuna. Ríkið hefði ábyrgst sinn hluta innlánanna og Brown hirt restina í krafti hryðjuverkalaganna og kannski hefðum við sloppið fyrir horn og ekki lent í þessu Icesave stríði? Kaupþing hefði trúlega fengið lánið (sem hann fékk), Singer og Friedlander hefði sloppið og og Kaupþing væri enn starfandi. Þá værum við líklega búnir að fá afgreiðslu hjá Gjaldeyrirs sjóðnum og atvinnulífið væri ofan við frostmarkið? Eða hvað?

Þá er hinn vinkillinn að hefðu erlendir bankar skipt á milli sín eigum bankanna þá ættu þeir húsnæðið okkar, jarðir um allt land, laxveiðiár og Brown og bretar jafnvel fiskkvótann! eða hvað? 


Nú geta Færeyingar og Pólverjar stofnað félag..........

.... nefnilega félag bestu vina Íslands. Upplagt er að halda svo aðalfundi til skiptis í löndunum og byrja næsta sumar á Ólafsvöku í Færeyjum
mbl.is Pólverjar munu lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að blogga

Nu er hálft ár frá því að ég opnaði þessa bloggsíðu en ekki liggja eftir mig nein stórafrek á því sviði enn sem komið er. Það er helst að maður bloggi þegar eitthvað verður á vegi manns sem krefst viðbragða, en oft er maður víðs fjarri tölvunni, hefur ekki tíma eða bara gleymir því sem skrifa átti.

Ég settist niður eftir hádegið og horfði á Silfur Egils og varð þá hugsað til þess hvernig maðu breytist með árunum. Unglingarnir mínir sváfu enn á sínu græna og voru ekki líklegir til að vakna og horfa með karli föður sínum á silfrið og ég rifjaði upp með sjálfum mér líkindi þess að ég hefði á þeirra aldri nennt að horfa á pólitíkusa ræða þjóðmálin eftir hádegi á sunnudegi. En geri ég eitthvað til að vekja áhuga þeirra á landsmálunum? Ég verð að viðurkenna að svo er ekki. Það er bara þannig að því oftar sem maður horfir á svona þætti því minna finnst mér til koma. Sjálfstæðismaðurinn taldi það af og frá að bera mætti það undir þjóðina hvort sækja ætti um aðild að Evrópusambandinu  þessu fólki er sjálfsagt ekki treystandi til að hugsa sjálfstætt. Framsóknarmaddaman hafði víst miklar áhyggjur af stöðu efnahagsmálamála en ræddi ekki hlut Framsóknar í þeim ógöngum sem efnahagsmálin eru nú komin í eftir langvaradi stjórnar setu þeirra. Fulltrúi Samfylkingar margnefndi stóraukinn gjaldeyrirsvarasjóð sem svar við spurningunni um hvað ríkisstjórnin væri að gera en fleira virtist ekki vera á döfinni. Fulltrúi verkalýðshreifingarinnar leiddist greinilega enbenti bara á hið augljósa, samningar lausir um áramót og hvað gerum við þá????

Skyldi einhver velta því fyrir sér núna hvað aldraðir og öryrkjar hafa mikið á milli handanna sér til framfæris  í 14% verðbólgu. Haframjöl hlýtur nú að seljast sem aldrei fyrr. 


Sorgarsaga.

Svo lengi sem ég man eftir, ef frá eru talin þorskastríðin, þá hafa Landhelgisgæslan og Hafrannsóknarstofnun verið reknar með viðvarandi fjársvelti. Maður man eftir því að hafa séð þá liggja í Reykjavíkurhöfn mánuðum saman hafrannsóknarskipin Bjarna Sæm og Árna Friðriksson fyrir það að svo naumt var skammtað til rekstursins. Sömu sögu hefur verðið að segja um skip gæslunnar sú var tíð að tvö lágu í höfn en einu var haldið úti. Var það ekki í fyrravetur að uppi voru stór orð af hálfu stjónvalda að efla skyldi Gæsluna myndarlega, keyptar yrðu þyrlur og smíðað nýtt varðskip en svo gleymist að það þarf að halda þessum tækjum gangandi. Það er ekkert gagn af skipum sem liggja í höfn. ....að maður svo ekki tali um rekstur lögreglunnar. Og svo er það lögreglan!
mbl.is Skipum Landhelgisgæslu lagt til að spara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk pólitík í uppnámi

Það virðist vera alveg nýtt í íslenskri pólitík að ráðherra fari að lögum og sannfæringu sinni. „Lobbyistar“  eru gapandi hissa og hver mannvitsbrekkan á fætur annarri lýs afurðu sinni á að ekki skuli farin hin hefðbundna íslenska leið að  virkja fyrst og spyrja svo.  Hagsmunaðilar froðufella og hóta málsókn, því það kosti svo mikið ef hugsanlegar framkvæmdir dragist á langinn. Það eiga fjandakornið ekki allir að fara að lögum?! Hvenær skyldi svo staða Landsvirkjunarforstjórans verða auglýst?
mbl.is Jafnvel leitað til dómstóla vegna úrskurðar ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flýtur á meðan ekki sekkur!


Öldungis er mér fyrirmunað að skilja hvernig forystumenn okkar hugsa. Nú er liðið um hálft ár síðan síga fór á ógæfuhliðina og á þeim tíma hefur helst verið fréttnæmt að ríkisstjórnin einbeitir sér að því að gera ekki neitt og forsætisráðherrann vinnur sér það helst til frægðar að agnúast út í fréttamenn fyrir að sinna starfi sínu og leita frétta!
Og nú Geir er farinn í frí. Ætli honum veiti af. Það hefur verðið erfitt hjá honum upp á síðkastið. Það gefur á þjóðarskútuna, hún lekur og er með töluverða slagsíðu. Þá er upplagt að reyna hvort stýrimaðurinn spjarar sig ekki og reddar kanski málunum.

Er Mogginn búinn að týna eignarfallinu?

Ég er svo sem ekkert að taka afstöðu til efnis greinarinnar að öðru leiti en því að ég er almennt mótfallinn dauðarefsingum. En að tala um ´nauðgun á barni´ þykir mér einstaklega vond íslenska. Skv. íslenskri málvenju er eðlilegra að nota eignarfall í þessu samhengi, ´nauðgun barns´eða þá, eins og reyndar er gert í upphafi greinarinnar, að tala um verknaðinn ´að nauðga barni´.

Ég man eftir auglýsingu sem birtist í einhverju dagblaðanna fyrir nokkrum árum þar sem talað var um ´tilboð á sturtuklefum´. Þá sá ég fyrir mér einhvern atburð sem ætti sér stað uppi á sturtuklefunum og varð forvitinn um hvers lags tilboð þar væri um að ræða sem væri svo merkilegt að maður þyrfti að klifra uppá sturtuklefa til að komast að því!

Sem barn las ég mér til mikillar ánægju bækurnar um Salómon svarta. Þar komu við sögu  tvíburarnir Fíi og Fói og afi þeirra sem sífellt var að vanda um við drengina og minna þá á að vanda málfar sitt. Mér dettur stundum í hug að fjölmiðlana flesta vanti einmitt svona afa.

 


mbl.is Ekki dauðasök að nauðga barni samkvæmt Hæstarétt Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband